fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Kom babb í bátinn hjá stjörnunni sem borðaði óheyrilegt magn af rjómaís – Svo kom kallið frá stjóranum

433
Miðvikudaginn 22. mars 2023 11:30

Jack Grealish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, sem er þessa stundina í landsliðsverkefni með enska landsliðinu sem á fyrir höndum leiki í undankeppni EM 2024, hefur sagt frá skondnu atviki sem snerist meðal annars í kringum ofát hans á rjómaís í New York og leik stuttu seinna þar sem að hann bjóst ekki við að koma við sögu.

Eitt af því áhugaverða með Grealish, sem afar fáir vissu af, er dálæti hans á kvikmyndinni Home Alone 2. Í myndinni fer aðalpersónan, Kevin McCllister um borð í ranga flugvél á leið til New York á meðan að fjölskylda hans fer um borð í vél sem flaug til Flórída.

Í New York lendir Kevin í alls konar ævintýrum einn síns liðs og gistir meðal annars á hinu víðfræga Plaza Hotel.

„Ég elska þessa mynd,“ lét Grealish, sem á fram undan landsliðsverkefni með enska landsliðinu, hafa eftir sér í viðtali. „Það hafði einhver sagt mér frá svona Home Alone skoðunarferð um New York og við fórum í hana.“

Grealish fór sem sagt í frí til New York eftir HM í Katar á síðasta ári. Leikmenn fengu nokkurra daga frá áður en alvaran tók aftur við í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég gisti á Plaza Hotel og maður gat fengið sturlaða herbergisþjónustu eins og í myndinni, 16 kúlur af ís líkt og hann fékk í myndinni. Ég varð alveg heltekinn af þessu,“ segir Grealish og vill meina að með þessu hafi honum tekist að strika yfir hlut á bucket listanum sínum.

Grealish segir það hafa verið gott að fá smá frí eftir HM, hins vegar hafi það komið í bakið á honum að borða svona mikinn ís.

„Stjórinn gaf okkur átta til níu daga frí. Ég hljóp ekki eða æfði mig mikið á þessum tíma, mér fannst ég bara þurfa að taka mér smá frí. Ég fór til New York og á miðvikudeginum eftir að ég kom heim áttum við leik við Liverpool í enska deildarbikarnum.“

Grealish taldi litlar líkur á því að hann myndi koma við sögu í leiknum.

„En svo á 70. mínútu kom Guardiola til mín og segir að ég sé á leið inn á. Ég hugsaði með mér ´fjandinn sjálfur´og var klárlega að finna fyrir síðustu dögum.“

Svo fór að Manchester City vann leikinn og allt fór á endanum vel. Grealish hefur verið í fínu formi á yfirstandandi tímabili með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?