fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Harmleikurinn í Hollandi: Fjögurra ára gamall drengur lét lífið – „Þú hélst áfram eins og ekkert hafi í skorist“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 13:00

Rai Vloet mætti í dómsal á dögunum / Samsett Mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn fjögurra ára gamli Gio var á leiðinni heim með fjöl­skyldu sinni í bíl þeirra af flug­velli í Hollandi, eftir fjöl­skyldu­frí á Tenerife, þegar að ölvaður öku­maður, á ofsa­hraða, ók aftan á bíl fjöl­skyldunnar með þeim af­leiðingum að Gio lét lífið.

Um­ræddur öku­maður var Rai Vloet, at­vinnu­maður í knatt­spyrnu í Hollandi, en fyrir­taka í saka­máli á hendur honum stendur nú yfir í Hollandi. Sjálfur reyndi Rai að koma sökinni yfir á vin sinn sem var með honum í bílnum á þessum tíma en nú er krafist þess að Rai fái hið minnsta þriggja og hálfs árs fangelsis­dóm og verði sviptur öku­réttindum til fjögurra ára.

Settist ölvaður undir stýri

Rai hafði verið í partýi með vinum sínum áður en hann ætlaði að koma sér heim, hann settist undir stýri á bíl sínum og ók af stað, vinur hans var með honum í för.

Í fyrirtöku málsins í dómsal hefur verið sagt frá því að Rai ók bíl sínum á ofsahraða, nánar tiltekið 203 kílómetra hraða á klukkustund. Sjálfur segist hann ekki hafa tekið eftir því í hvað stefndi, hann hafi verið að fikta við Cruise control búnað bílsins, horfði ekki á veginn í þann mund sem bifreið hans skall aftan á annarri bifreið á fullri ferð

Hlakkaði til að komast heim

Í hinni bifreiðinni var fjögurra manna fjölskylda, foreldrarnir Steffin og Sanne Roos og börn þeirra hinn fjögurra ára gamli Gio og hin eins árs gamla Faye. Þau voru á leið heim af Schiphol flugvellinum í nágrenni Amsterdam, höfðu eitt dögunum áður á Tenerife.

Gio hlakkaði til að fara heim og hafði minnst ítrekað á það hversu mikið honum langaði að fá sér snakk með papriku bragði, eitthvað sem fjölskyldan hafði ekki fundið á Tenerife.

Bill Rai skall aftan á bíl fjölskyldunnar af fullum krafti. Fjölskyldubifreiðin endaði 200 metrum frá þeim stað sem áreksturinn átti sér stað.

Endurlífgun bar ekki árangur

„Ég reyndi að vekja hann en hann brást ekkert við. Þegar að ég leit á hendur mínar voru þær útataðar í blóði,“ sagði Sanne, móðir hins fjögurra ára gamla Gio í vitnastúkunni en tilraunir til endurlífgunar á Gio báru ekki árangur. Drengurinn hafði hlotið þungt höfuðhögg, höfuðkúpan sjálf brotnað og heilaskaðinn of mikill.

„Líf okkar verður aldrei samt eftir þetta. Við tökum bara einn dag fyrir í einu, það er erfitt fyrir okkur að ákveða plön fram í tímann og of erfitt að gera skemmtilega hluti,“ bætti Sanne við og beindi orðum sínum síðan að Rai. „Líf okkar staðnæmdist en þú hélst áfram eins og ekkert hafði í skorist.“

Eftir atvikið fékk Rai félagsskipti til knattspyrnuliðs í Kazakhstan og nú er hann á mála hjá rússneska félaginu FK Ural. Lögfræðingur hans segir það ekki tilkomið sökum þess að Rai vilji reyna flýja frá því sem gæti átt sér stað, heldur vilji engin önnur félög taka við honum.

Búist er við því að niðurstaða fáist í málið þann 3. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona