fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Treyju Arsenal fyrir næsta tímabil lekið? – Stuðningsmenn margir hverjir ekki sáttir

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 11:07

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem heimatreyju enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal fyrir næsta tímabil hafi verið lekið á vefsíðu Reddit. Það er Adidas sem framleiðir treyjur Arsenal en Daily Mail tekur málið fyrir á vefsíðu sinni í dag.

Umrædd treyja er í hinum hefðbundnu litum sem hafa prýtt heimatreyju Arsenal í gegnum tíðina, rauðum og hvítum en einnig er á umræddri treyju að finna gullitaðar rendur auk þess sem merki Adidas og Emirates, styrktaraðila Arsenal eru gullituð.

Daily Mail hefur tekið saman viðbrögð nokkurra stuðningsmanna Arsenal við treyjunni og eru margir þeirra á því að treyjan líti hræðilega út. Þá eru margir ósáttir við þróunina í nútíma knattspyrnuheiminum þar sem nýjar treyjur eru gefnar út fyrir hvert einasta tímabil frekar en að leyfa þeim að lifa yfir nokkur tímabil.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af treyjunni sem sögð er vera treyja Arsenal fyrir næsta tímabil:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar