fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Englendinga fundaði með ráðherra og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 13:54

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Sout­hgate, lands­liðs­þjálfari Eng­lands hefur miklar á­hyggjur af því hversu fáir leik­menn, sem eru gjald­gengir í enska lands­liðið, virðast vera í lykil­hlut­verkum hjá liðum í ensku úr­vals­deildinni. Sout­hate hefur fundað með nýjum í­þrótta­mála­ráð­herra Bret­lands, Lucy Frazer, um stöðu mála.

Sout­hgate heldur nú inn í undan­keppni EM með enska lands­liðið og í til­efni þess að lands­liðs­hópur Eng­lands var birtur í síðustu viku sá Sout­hgate þar tæki­færi til þess að varpa ljósi á þessa stöðu mála.

Um 28% þeirra leik­manna sem eru í byrjunar­liðs­hlut­verki hjá sínum liðum í ensku úr­vals­deildinni eru gjald­gengir í enska lands­liðið, hlut­fallið stóð í 35% árið 2016 og hafði fyrir það staðið í 38%.

Á­standinu er lýst sem hraðri hrörnun í frétt The At­hletic um málið og á blaða­manna­fundi í síðustu viku sagðist Sout­hgate á endanum kannski þurfa að fara velja leik­menn úr ensku B-deildinni eða öðrum sam­bæri­legum deildum í lands­liðið.

Sout­hgate fundaði með nýjum í­þrótta­mála­ráð­herra Bret­lands, Lucy Frazer á dögunum þar sem á­standið var rætt og mögu­legar leiðir til bætingar voru viðraðar.

Ein af þeim að­gerðum sem hægt væri að grípa til væri að auka fjölda þeirra leik­manna á mála hjá fé­lögum í ensku úr­vals­deildinni sem teljast sem upp­aldir (e. ho­megrown). Sá fjöldi stendur í átta leik­mönnum en árið 2021 voru viðraðar hug­myndir að láta þann fjölda standa í 12.

Hins vegar mætti enska knatt­spyrnu­sam­bandið þar harðri and­stöðu frá helstu fé­lögum ensku úr­vals­deildarinnar.

Litið er á stöðuna sem for­gangs­mál hjá enska knatt­spyrnu­sam­bandinu, þá er þetta mál­efni sem er ofar­lega á borði hjá lands­liðs­þjálfaranum Sout­hgate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum