fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Framtíð Bellingham rædd í landsleikjahléinu – Góðar líkur á óvæntri niðurstöðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham mun setjast niður með félagi sínu, Borussia Dortmund og ræða framtíð sína í komandi landsleikjahléi. Þetta segir í þýska fjölmiðlinum Bild.

Framtíð Bellingham, sem er einn mesti spennandi leikmaður heims, hefur verið í brennidepli. Ljóst er að öll stærstu félög Evrópu gætu hugsað sér að hafa hann innan sinna raða.

Faðir Bellingham er sagður hafa fundað með Real Madrid í síðasta sumar en spænska félagið vill ganga frá kaupum á Bellingham í sumar.

Þá hefur hann einnig verið sterklega orðaður við Liverpool, sem og Manchester City.

Hins vegar segir Bild að Dortmund telji um 50% líkur á að Bellingham taki eitt tímabil í viðbót í Þýskalandi.

Miðjumaðurinn er aðeins 19 ára gamall og liggur því ekki á að fara. Miðað við frammistöðu hans með Dortmund undanfarin ár, sem og á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót, er óhætt að segja að hann sé tilbúinn í allra stærsta sviðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum