fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Albert útskýrir ákvörðun sína – Segir Rikka G hafa jarðtengt sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason staðfesti í dag að takkaskórnir væru komnir upp í hillu. Hann segir padel-viðureign við Ríkharð Óskar Guðnason, Rikka G, hafa staðfest fyrir honum að þetta væri komið gott.

Hinn 37 ára gamli Albert var síðast á mála hjá uppeldisfélaginu Fylki en tókst ekki að spila leik með liðinu er það tryggði sér sæti í deild þeirra bestu síðasta sumar.

Einnig hefur Albert leikið með Kórdrengjum, Fjölni, FH, Val og Þór í meistaraflokki.

Albert á að baki 219 leiki í efstu deild og skoraði hann í þeim 70 mörk. Í B-deild skoraði hann 25 mörk í 57 leikjum.

Albert var til viðtals í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og sló hann á létta strengi.

„Það var eiginlega okkar maður hér á Stöð 2 sem lokaði ferlinum mínum. Hann tók mig í padel í tvo tíma og jarðtengdi mig þar. Ég fór alveg í hnénu eftir það. Ef ég ræð ekki við Rikka G í padel get ég ekkert spilað fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi

City ætlar að leggja mikla áherslu á það að fá Marc Guehi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Í gær

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram