fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Vill aldrei yfirgefa Arsenal – „Sagði mér að vera ég sjálfur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 09:39

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale er afar ánægður hjá Arsenal og vill helst aldrei yfirgefa félagið.

Markvörðurinn hefur verið frábær síðan hann kom til Arsenal frá Sheffield United sumarið 2021. Hann var fljótur að skáka Bernd Leno í baráttunni um stöðu aðalmarkvarðar og hefur hann verið það allar götur síðan.

Hinn 24 ára gamli Ramsdale hefur haldið hreinu tólf sinnum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

„Ég sé mig hjá Arsenal í 10, 12 eða 15 ár. Það er markmiðið. Að vera á toppnum svo lengi,“ segir Ramsdale.

Hann talar afar vel um Mikel Arteta. „Frá fyrsta símtalinu og fyrsta deginum sagði hann mér að vera ég sjálfur, ég þyrfti ekki að fela mig á bak við neina ímynd og ætti ekki að vera feiminn við að tjá mig í búningsklefanum.“

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Englandsmeistara Manchester City. Skytturnar freista þess að verða meistarar í fyrsta sinn í nítján ár.

„Vonandi þarf ég aldrei að fara og verð einhvers konar hetja og goðsögn hjá þessu félagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað