fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Garnacho missir af mikilvægum leikjum – „Svona er fótboltinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alejandro Garnacho mun missa af næstu leikjum Manchester United vegna ökklameiðsla. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.

Hinn 18 ára gamli Garnacho hefur stigið upp með liði United á þessari leiktíð en hann meiddist gegn Southampton um helgina eftir tæklingu Kyle Walker-Peters.

Kantmaðurinn mun missa af næstu tveimur leikjum United fram að landsleikjahléi og verður hann hugsanlega lengur frá.

„Því miður get ég ekki hjálpað liðsfélögum mínum í mikilvægum komandi leikjum,“ segir Garnacho, en leikirnir sem um ræðir eru Real Betis í Evrópudeildinni og Fulham í enska bikarnum.

Hann missir einnig af tækifærinu til að spila sína fyrstu leiki með argentíska landsliðinu í komandi glugga.

„Svona er fótboltinn en ég er einbeittur á að snúa til baka. Guð hefur kennt mér að gefast aldrei upp og ég mun sjá til þess að ég komi sterkari til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Í gær

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?