Erling Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann spilar með Manchester City.
Haaland kom til Man City í sumar frá Dortmund og hefur raðað inn mörkum fyrir Englandsmeistarana.
The Athletic bendir á athyglisverða staðreynd að Haaland fái ekki boltann í 68 prósent tilfella er hann tekur hlaup inn fyrir vörnina.
Í flestum tilfellum leita samherjar Norðmannsins annað en hann hefur ekki komist einn gegn markmanni síðan 27. desember.
Það var gegn Leeds um jólin en Man City hefur spilað 16 leiki síðan þá sem er í raun sturluð staðreynd.
Þegar Haaland tekur hlaup fær hann boltann í aðeins 32 prósent tilfella sem er ansi lítið miðað við þá leikstjórnendur sem enska liðið er með.