Napoli er komið aftur á sigurbraut eftir leik við Atalanta í kvöld en liðið missteig sig í síðasta leik gegn Lazio.
Napoli tapaði þar mjög óvænt 1-0 gegn Lazio og var þar að tapa aðeins sínum öðrum deildarleik á tímabilinu.
Þeir bláklæddu munu að lokum fagna sigri í deildinni en liðið er með 18 stiga forskot eftir 2-0 sigur á Atalanta.
Khvicha Kvaratskhelia og Amir Rrahmani sáu um að skora mörk Napoli í leiknum en liðið var mun sterkari aðilinn.
Tveir aðrir leikir voru spilaðir í Serie A en Udinese vann lið Empoli 1-0 á útivelli og Lazio gerði þá markalaust jafntefli við Bologna.