fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Staðan sem kom upp milli Arnars Þórs og Alberts sé hrikaleg – „Höfum ekki efni á svona þvælu“

433
Fimmtudaginn 9. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær vikur eru í að karlalandsliðið í knattspyrnu hefji leik í undankeppni Evrópumótsins 2024. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson fór yfir sviðið í samtali við Fréttablaðið í aðdraganda leikjanna, sem eru gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein. Þar voru mál Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara og Alberts Guðmundssonar meðal annars rædd.

Albert hefur verið úti í kuldanum hjá Arnari í undanförnum verkefnum og er ólíklegt að hann verði valinn nú.

„Er hann búinn að hringja í Arnar? Ef ekki þá verður hann ekki valinn. Mér finnst það liggja í augum uppi. Við getum heldur betur notað hann, sama hvort það er í byrjunar­liði eða að hann komi inn af bekknum ef okkur vantar mark. Á móti Liechten­stein ætti hann svo að geta skorað með bundið fyrir augun,“ segir Kristján.

Hann segir afar slæmt að þessi staða hafi komið upp.

„Þetta er hrika­legt. Hann átti að taka við kyndlinum af gull­drengjunum. Maður hafði það alltaf í huga því hann var í hópnum á HM í Rúss­landi, kom meira að segja við sögu. Ég held því að það hefðu allir búist við því að hann yrði fyrsti maður á blað árið 2023. Ég veit ekki hvað gerðist á milli þeirra en við erum bara ekki með það marga góða leik­menn að við höfum efni á svona þvælu.

Það er dauða­færi að fara á EM í Þýska­landi. Við vitum hvað það gerði fyrir Ís­land að fara á EM í Frakk­landi. Við verðum að hafa alla klára um borð. Það er þeirra að leysa þetta.“

Landsliðið er ítarlega rætt við Kristján í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad