fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Breytingar hjá United í London – Lækka leiguna og setja meiri fókus á Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 21:00

Arnold og Woodward Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er að færa skrifstofur sínar í London og félagið leggur nú meiri áherslu á það að lykilstarfsmenn starfi í Manchester.

Ed Woodward fyrrum stjórnarformaður Manchester United var mest á skrifstofu félagsins í London sem hefur verið í Mayfair hverfinu.

Félagið borgaði eina milljón punda í leigu en félagið færir sig nú í nýtt rými í Keningston hverfinu en samkvæmt Daily Mail er leigan þar ódýrari.

Richard Arnold sem stýrir nú rekstrinum er búsettur í úthverfi Manchester og er mest á skrifstofu sinni á Old Trafford.

Þá hefur John Murtough yfirmaður knattspyrnumála aðsetur á æfingasvæði félagsins á Carrington en félagið vill leggja meiri áherslu á starfsemi sína í Manchester.

Félagið telur þó mikilvægt að vera með skrifstofu í London til þess að vera í nánari samskiptum við fjársterka styrktaraðila félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona