Tony Johnson stuðningsmaður Blackpool lést á spítala í morgun eftir að hafa orðið fyrir árás. Talið er að hann hafi lent í átökum við stuðningsmenn Burnley.
Johnson hafði skellt sér á markalaust jafntefli Blackpool og Burnley í Championship deildinni á laugardag.
Nokkrum klukkustundum eftir leik brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna Blackpool og Burnley.
33 ára karlamður er í haldi lögreglu og er grunaður um að hafa veitt Johnson áverkana sem leiddu til andlátsins.
Lögreglan í Blackpool rannsakar málið og hefur beðið vitni um að stíga fram svo hægt sé að ná utan um atburðarrásina en Johnson var á fimmtugsaldri.