fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Varpa ljósi á göfugt einstaklingsframtak Ronaldo sem getur ekki horft fram hjá því sem gerðist

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 12:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur fjármagnað og fyllt heila flugvél til þess að fljúga með helstu nauðsynjar á þeim svæðum í Sýrlandi og Tyrklandi sem urðu hvað verst fyrir barðinu á öflugum jarðskálftum á dögunum.

Það er Daily Mail sem greinir frá en í fréttinni segir að atburðurinn hafi markað djúp spor í daglegt líf Ronaldo sem vilji gera allt sem í hans valdi stendur til þess að hjálpa til.

Tugþúsundir einstaklinga létu lífið vegna skjálftanna, þar á meðal ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu.

Ronaldo hefur greitt fyrir tjöld, matarpakka, kodda, teppi, rúm, barnamat, mjólk og sjúkravörur sem verður flogið með á þau svæði sem urðu hvað mest fyrir barðinu á jarðskjálftunum.

Vonir standa til að framtak Ronaldo verði til þess að fleira vel sett íþróttafólk leggi sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem búa við bág kjör á svæðinu og hafa jafnvel misst ástvin.

Fyrr í dag greindum við frá því að Ronaldo hefði hjálpað til við að láta draum tíu ára stráks frá Sýrlandi, sem hafði misst föður sin í skjálftunum, rætast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni