fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hólmbert lýsir stundinni er hann áttaði sig á aðstæðunum – ,,Fann að þeir vildu losna við mig strax“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 14:30

Hólmbert Aron / Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski knattspyrnukappinn Hólmbert Aron Friðjónsson hefur heldur betur þurft að standa með sjálfum sér undanfarna mánuði þar sem hann er nú á mála hjá þýska B-deildar liðinu Holstein Kiel.

Í viðtali við Fréttablaðið fer Hólmbert yfir sviðið hjá sér en leikmaðurinn var keyptur til Holstein Kiel frá Brescia á sínum tíma.

Hjá Hol­stein Kiel hefur Hólm­bert upp­lifað erfiða tíma sem komu í kjöl­farið af meiðsla­tíma­bili á Ítalíu.

„Þjálfarinn sem fékk mig til Kiel fór og það kom nýr þjálfari hérna inn. Fyrsta hálfa árið mitt hérna og tímann hjá Brescia fór ég í gegnum allan skalann af meiðslum sem hægt var að ganga í gegnum á einu og hálfu ári.

Þetta var enda­laust, heill heilsu í mánuð en svo meiddur í sex vikur, heill heilsu í þrjár vikur en svo meiddur í mánuð. Þjálfarinn var orðinn þreyttur á mér,“ segir Hólm­bert.

Til að komast í gang á­kvað Hólm­bert á síðasta ári að ganga í raðir Lillest­röm í Noregi á láni og þar fann hann sitt gamla form.

„Það var á­kveðið að fara á lán til Lillest­röm, þar fékk ég fjögurra mánaða undir­búnings­tíma­bil og þar komst ég al­gjör­lega í gang. Þegar ég kom til baka til Kiel núna var þjálfarinn með sömu skoðun á mér og þegar ég var hérna áður.

Ég labbaði inn á æfinga­svæðið og fann að þeir vildu losna við mig strax, ég var í betra standi en áður og setti allt í botn. Ég vann mig hægt og ró­lega inn í þetta, ég skoraði í æfinga­leikjum og þjálfarinn fór að tala vel um mig. Þjálfarinn vildi fyrst selja mig en þarna vildi hann halda mér og sagði að ég fengi að spila,“ segir Hólm­bert.

Hlutirnir horfi nú til betri vegar en viðtalið við Hólmbert í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni