fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Fjögur mörk skoruð í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 15:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest og Everton skildu jöfn í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á heimavelli Forest, City Ground, og enduðu leikar 2-2.

Demarai Gray kom Everton yfir strax á 10. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Everton var þó ekki lengi í paradís því níu mínútum síðar hafði Brennan Johnson jafnað metin fyrir Nottingham Forest.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 29. mínútu þegar að Abdoulaye Doucouré kom Everton yfir á nýjan leik með marki eftir stoðsendingu frá Michael Keane.

Brennan Johnson átti hins vegar eftir að redda sínum mönnum á nýjan leik, nánar tiltekið á 77. mínútu er hann skoraði sitt annað mark í leiknum og jafnaði metin fyrir Nottingham Forest.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og skipta liðin því með sér stigum.

Nottingham Forest situr því í 14. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 25 leiki, fjórum stigum meira en Everton sem er í 18. sæti, sem er jafnfram fallsæti, eftir 26 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“