fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sandra varpar ljósi á vendipunktinn að baki afdrifaríku ákvörðuninni – ,,Seinasta ár var rússíbani“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 18:00

Sandra Sigurðardóttir / Mynd: Torg/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Sigurðardóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu hefur lagt markmannshanskana á hilluna. Sandra, sem er á meðal bestu landsliðsmarkvarða Íslandssögunnar bindur þar með enda á sinn magnaða feril en hún á að baki marga titla og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar á Íslandi.

Í viðtali við RÚV varpar Sandra ljósi á ákvörðun sína sem á sér sinn aðdraganda.

Sandra viðurkennir að hafa hugsað um að hætta knattspyrnuiðkun áður, vendipunkturinn í þessum málum hafi komið á síðasta ári.

,,Seinasta ár var rússíbani, eins og hefur komið fram. Það er vendipunktur þarna í október þegar við erum dottnir út, og ekki á leiðinni á HM. Ég viðurkenni það,“ segir Sandra í viðtali við RÚV.

Áfallið, sem var að missa af sæti á HM, varð til þess að Sandra fór að hugsa hvort tímapunkturinn væri kominn.

,,En, vá, ég er búinn að hugsa þetta allt saman fram og til baka, hægri til vinstri, út og suður og á nóttinni líka,“ segir fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir í samtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“