fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Nýjar vendingar í máli Greenwood: Segir nei takk við Greenwood sem á aðeins landsleik gegn Íslandi að baki

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götu­blaðið The Sun greinir frá því nú í morguns­árið að enski sóknar­maðurinn Mason Greenwood, leik­maður Manchester United, verði aldrei aftur valinn í enska lands­liðið svo lengi sem Gareth Sout­hgate er lands­liðs­þjálfari þess.

Mál­efni Greenwood utan vallar hafa verið í brenni­depli í rúmt ár núna, eða frá því í janúar árið 2022 þegar að hann var hand­tekinn, grunaður um nauðgun og of­beldis­brot gegn unnustu sinni.

Greenwood var skömmu eftir hand­töku sleppt lausum gegn tryggingu og hóf lög­regla rann­sókn á málinu í kjöl­farið. Málið hefur nú verið látið niður falla og sam­kvæmt nýjustu fréttum hafa Greenwood og um­rædd unnusta hans, Harriet Rob­son tekið aftur saman og eiga von á barni.

Manchester United, fé­lags­lið Greenwood hefur hafið innri rann­sókn á málinu en ekki hefur verið tekin á­kvörðun um fram­tíð leik­mannsins innan fé­lagsins. Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United síðan í janúar 2022.

Hvað lands­liðs­ferilinn varðar þá virðist hann vera upp í loft. Eini A-lands­leikur Greenwood hingað til kom gegn Ís­landi á Laugar­dals­velli í Þjóða­deild UEFA.  Í kjöl­far hans kom Greenwood sér í klandur með liðs­fé­laga sínum Phil Foden en þeir fé­lagarnir gerðust sekir um að brjóta sótt­varnar­reglur.

Heimildar­maður The Sun segir Greenwood enn vonast til þess að spila á hæsta gæða­stigi knatt­spyrnunnar. Hins vegar sé Gareth Sout­hgate þannig þenkjandi að að­eins knatt­spyrnu­legir hæfi­leikar ein­stakra leik­manna verði til þess að þeir verði valdir í lands­liðið.

Sout­hgate leggur mikla á­herslu á það að leik­manna­hópurinn allur í heild sinni fun­keri vel saman, erfitt sé að taka Greenwood inn í þá jöfnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“