fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Miklar hreinsanir muni eiga sér stað hjá Chelsea í sumar – Leikmönnum gefnir afarkostir

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 16:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál­efni enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Chelsea eru í deiglunni hjá The Telegraph í dag en miðillinn heldur því fram að allt að fjór­tán leik­menn gætu yfir­gefið her­búðir fé­lagsins eftir yfir­standandi tíma­bil.

Hreinsanirnar yrðu að frum­kvæði Todd Boehly, eins af eig­endum Chelsea en Telegraph heldur því fram að hann muni losa sig við alla þá leik­menn sem muni ekki vilja skrifa undir minnst tveggja ára samning.

Chelsea hefur eytt yfir 500 milljónum punda í nýja leik­menn undan­farna tvo fé­lags­skipta­glugga, leik­manna­hópurinn er nú breiður en þrátt fyrir miklar fjár­festingar í nýjum leik­mönnum hafa úr­slitin látið á sér standa.

Chelsea situr um miðja deild og knatt­spyrnu­stjóri fé­lagsins, Graham Potter, sem var ráðinn inn í septem­ber á síðasta ári, er undir mikilli pressu.

For­ráða­menn Chelsea vilja forðast það eins og heitan eldinn að leik­menn eigi að­eins tólf mánuði eða minna eftir af nú­verandi samningi sínum og eiga þar með hættu á því að missa þá frá sér á frjálsri sölu.

Þá eru, sam­kvæmt Telegraph, uppi vanga­veltur meðal for­ráða­manna fé­lagsins að losa leik­menn sem eiga tvö eða færri ár eftir af samningi sínum.

Allt í allt gætu um fjór­tán leik­menn yfir­gefið her­búðir fé­lagsins á næstunni, leik­menn á borð við:

Mateo Kova­cic, Mason Mount, Christian Pulisic, Ru­ben Loftus-Che­ek, Pi­er­re-Emerick Auba­mey­ang, César Azpilicueta og Thiago Silva.
Ofan­greindir leik­menn eru allir á samningi sem rennur út sumarið 2024 og gætu fengið sparkið í sumar neiti þeir að skrifa undir fram­lengingu á sínum samningi.

Fé­lagið myndi þá heldur vilja fá vænan aur fyrir þá fremur en að missa þá frá sér á frjálsri sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“