fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Man eftir stundinni þegar að læknirinn greindi honum frá vendingunum hræðilegu – ,,Hann huldi andlit sitt“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Alfie Mawson, sem skaust fram á sjónvarsviðið í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma með Swansea City, hefur neyðst til þess að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, aðeins 29 ára að aldri.

Frammistaða Mawson á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni varð til þess að hann var orðaður við Arsenal og fékk meira að segja kallið frá enska landsliðsþjálfaranum.

Undanfarið hefur hann þó verið að glíma við þrálát hnémeiðsli sem komu honum á stað sem hann vildi aldrei vera á.

Þessi meiðsli urðu til þess að hann leitaði ráða hjá sérfræðilækni. Hann man eftir stundinni þegar að hann fékk fréttirnar sem gerðu út um vonir hans, endanlega.

,,Ég spurði lækninn minn hvað væri hægt að gera í sambandi við annað hnéð á mér og hann svaraði: ´Ég skulda þér það að segja þér ekki að ég teldi að þú ættir að leggja skóna á hilluna, heldur að þú þurfir að leggja skóna á hilluna.´“

Mawson segir að við þessar fréttir hafi hann horft á umboðsmann sinn sem hafði fylgt honum á fund læknisins.

,,Hann huldi andlit sitt bara í höndum sínum. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta yrðu fréttirnar sem ég fengi en að heyra þær, það var skrítið.“

Sérfræðilæknir gerði Mawson það ljóst að jafnvel aðeins nokkrir knattspyrnuleiki í viðbót með félagsliði hans Wycome, gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann.

,,Ég gæti kannski spilað þrjá til fjóra leiki í viðtbót en myndi ekki ganga eðlilega eftir það.“

Þá hafi hlutirnir tekið enn verri stefnu í framhaldinu.

,,Ég spurði hann hvort ég gæti ekki haldið mér í formi með því að hjóla mikið. Hann sagði að ég gæti hjólað eins mikið og ég vildi, ég ætti bara aldrei að hlaupa aftur. ´Þegar að þú yfirgefur herbergið, aldrei hlaupa aftur´.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift