fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Málið sem skekur England: Íhugar að leita réttar síns og finnst vegið að sínum heiðri – ,,Þessar á­sakanir eru ekki á rökum reistar“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 08:00

Mark Clattenburg / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knatt­spyrnu­dómari í ensku úr­vals­deildinni, Mark Clatten­burg, í­hugar að leita réttar síns eftir að Danny Simp­son, fyrrum leik­maður Leicester City lét hafa það eftir sér að dómarinn hefði ekki rekið liðs­fé­laga Simp­son hjá Leicester af velli sökum þess að hann vildi að fé­lagið myndi verða Eng­lands­meistari.

Simp­son lét um­mælin frá sér í hlað­varps­þætti á dögunum en þau hafa farið öfugt ofan í Clatten­burg sem þver­tekur fyrir að hafa gert það sem Simp­son lýsti.

,,Ég man eftir Clatten­burg. Vá ég taldi að hann hefði átt að senda ein­hvern af velli. Hann sagði eitt­hvað á borð við ‘Ég hefði átt að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið þetta’ við ein­hvern.

Ég lét eins og ég heyrði þetta ekki en ég var að deyja úr hlátri innra með mér og hugsaði í gríni að nú væri þetta í höfn hjá okkur,“ sagði Simp­son í um­ræddum hlað­varps­þætti.

Simp­son telur að Clatten­burg hafi látið um­rædd um­mæli falla í sam­tali sínu við Danny Drin­kwa­ter, þá­verandi leik­mann Leicester sem hafði skömmu áður brotið af sér á gulu spjaldi.

Clatten­burg er allt annað með um­mæli Simp­son og í sam­tali við Daily Mail segist hann í­huga að leita réttar síns.

,,Ég þver­tek fyrir þessar á­sakanir af hálfu Danny Simp­son, þær eru út í hött. Þetta er al­var­legt mál sem vegur að mínu orð­spori.

Það að halda því fram að ég hafi sagt leik­manni að ég vildi að Leicester yrði Eng­lands­meistari er fá­rán­legt. Þetta hefði heyrst í sam­skipta­kerfinu sem við dómarar erum með á okkur í leikjum.“

Þar að auki spjaldaði Clatten­burg ekki Danny Drin­kwa­ter um­rætt tíma­bil, því hafi hann ekki geta sýnt honum hans seinna gula spjald.

,,Þessar á­sakanir eru ekki á rökum reistar og ég veit ekki af hverju, sjö árum seinna, hvers vegna hann á­kveður að láta þetta frá sér. Málið er nú í höndum lög­manns míns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park