Stuðningsmenn Barcelona eru margir reiðir eftir ummæli sem Xavi, stjóri liðsins, lét falla í gær.
Xavi tjáði sig fyrir leik gegn Real Madrid í spænska Konungsbikarnum en um er að ræða undanúrslitaleik sem fer fram í kvöld.
Xavi segir að erkifjendurnir í Real séu sigurstranglegri fyrir leik, jafnvel þó Börsungar séu á toppi deildarinnar.
Það styttist í upphafsflautið en leikurinn verður spilaður klukkan 20:00.
,,Við erum að spila upp á titil. Madríd er sigurstranglegra liðið því þeir unnu deildina og Meistaradeildina,“ sagði Xavi.
,,Þetta er mjög erfiður andstæðingur sem er á góðu róli. Þeir eru líklegri en við. Þeir eru að berjast um alla titla og unnu Liverpool, við þurfum að vera hreinskilin.“