Manchester United hefur á undanförnum vikum fengið fyrirspurnir frá liðum í Evrópu er varðar framherjann, Mason Greenwood. Ensk blöð segja frá.
Greenwood er 21 árs gamall en hann hefur ekki spilað fyrir Manchester United frá því í janúar árið 2022.
Greenwood var þá handtekinn og var undir grun fyrir nauðun og ofbeldisbrot gegn unnustu sinni.
Málið var í rannsókn þangað til á dögunum þegar lögregla felldi málið niður þegar vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu fram.
Greenwood og konan sem sakaði hann um ofbeldi eru samkvæmt fréttum í dag saman og eiga von á barni. United vill hins vegar ekki sjá hann á æfingum og rannsakar málið og skoðar gögn þess.
Lið í Evrópu hafa sýnt framherjanum áhuga og er mest talað um lið í Tyrklandi en óvíst er hvort framherjinn fái aftur að klæðast treyju Manchester United.