Manchester United borgar hæstu laun allra félaga í ensku úrvalsdeildinni. Launagreiðslur fyrir síðustu leiktíð hafa verið opinberaðar.
United borgaði alls 384 milljónir punda í laun. Þess má geta að Cristiano Ronaldo var enn á mála hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann þénaði um 420 þúsund pund á viku.
David De Gea er launahæsti leikmaður liðsins með 375 þúsund pund á viku.
Liverpool borgaði næst mest í laun, eða alls 366 milljónir punda.
Launagreiðslur stærstu liða frá síðustu leiktíð eru hér að neðan.