Jurgen Klopp, stjóri Liveprool, virðist staðráðinn í því að styrkja varnarlínu sína í sumar og finna menn sem getur hjálpað til við að laga varnarleikinn.
Goal.com fjallar um málið og segir að Liverpool sé komið með sjö leikmenn á lista hjá sér sem félagið mun reyna að eltast við í sumar.
Líklegt er talið að fyrsta nafn á blaði sé Josko Gvardiol varnarmaður Leipzig sem var frábær með Króatíu á HM í Katar. Hann er líka dýrasti kosturinn á lista Liverpool.
Goal segir að Antonio Silva hjá Benfica sé á blaði Klopp og þar má líka finna Goncalo Inacio hjá Sporting Lisbon.
Levi Colwill varnarmaður Chelsea sem er á láni hjá Brighton er þarna einnig og hinn tvítugi Jarrad Branthwaite hjá Everton. Perr Schuurs hjá Torino er einnig nefndur til sögunnar og sama má segja um Nayef Aguerd miðvörð West Ham.