Það er víst engin pressa á Christophe Galtier, stjóra Paris Saint-Germain, þrátt fyrir slæmt gengi undanfarið.
Þetta segir forseti PSG, Nasser Al-Khelaifi, en Galtier hefur verið orðaður við sparkið undanfarna daga.
Ástæðan er sú að PSG tapaði þremur leikjum í röð eftir HM en hefur nú komið til baka og vann Marseille í sínum síðasta leik.
Það kom aldrei til greina að reka Galtier og hefur stjórn félagsins fulla trú á honum í starfinu.
,,Ég hef alltaf treyst stjóranum því ég veit hvað hann getur gefið okkur. Eftir HM var verkefnið erfitt fyrir okkur öll,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Það var sérstaklega erfitt fyrir okkur því við vorum með marga leikmenn sem spiluðu í keppninni en það er engin afsökun.“