Það voru mjög óvænt úrslit á boðstólnum í enska bikarnum í kvöld en fjórir leikir voru spilaðir.
Manchester United er komið í næstu umferð eftir heimaleik gegn West Ham en liðið lenti undir.
Heimamenn skoruðu þó tvö mörk á lokasekúndum leiksins til að tryggja sigur en sjálfsmark hafði áður jafnað metin.
Grimsby Town í D-deildinni gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Southampton úr leik með tveimur vítaspyrnumörkum.
Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður hjá Burnley sem er komið áfram eftir 1-0 sigur á Fleetwood Town.
Sheffield United vann þá frábæran 1-0 heimasigur á Tottenham og tryggði sér farseðilinn í næstu umferð.
Manchester United 3 – 1 West Ham
0-1 Said Benrahma
1-1 Nayef Aguerd
2-1 Alejandro Garnacho
3-1 Fred
Southampton 1 – 2 Grimsby
0-1 Gavan Holahan(víti)
0-2 Gavan Holahan(víti)
1-2 Duje Caleta-Car
Burnley 1 – 0 Fleetwood
1-0 Connor Roberts
Sheffield United 1 – 0 Tottenham
1-0 Iliman Ndiaye