Eftir sigurinn er PSG með átta stiga forskot á Marseille á toppi deildarinnar. Það er því útlit fyrir að liðið verji Frakklandsmeistaratitil sinn.
Lionel Messi skoraði tímamótamark fyrir Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Liðið vann þá öruggan sigur á erkifjendum sínum í Marseille og kom sér þar með í ansi góða stöðu á toppi deildarinnar.
Argentínumaðurinn skoraði annað mark PSG í 0-3 sigri á Marseille í gær. Hin tvö mörkin gerði Kylian Mbappe.
Mark Messi um helgina var númer 700 á ferli sínum með félagsliði.
Messi gekk í raðir PSG frá Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þetta var 28. mark hans fyrir Parísarliðið en hin 672 komu öll fyrir Börsunga.
Eftir mark Messi hljóp hann ásamt liðsfélögum sínum út við hornfána til að fagna. Það vakti athygli að öryggisverðir hlupu með þeim og stilltu sér upp með skildi. Þetta var til að passa upp á þá en stuðningsmenn Marseille eru ansi blóðheitir.
Eftir sigurinn er PSG með átta stiga forskot á Marseille á toppi deildarinnar. Það er því útlit fyrir að liðið verji Frakklandsmeistaratitil sinn.