Phil Foden gerði tvö mörk fyrir Manchester City sem vann Bristol City þægilega í enska bikarnum í kvöld.
Man City heimsótti Bristol sem leikur í næst efstu deild og hafði betur sannfærandi, 3-0.
Óvæntustu úrslit kvöldsins voru á King Power vellinum þar sem Leicester City tapaði heima gegn Blackburn.
Blackburn leikur í næst efstu deild og gerði sér lítið fyrir og vann á útivelli.
Fulham vann þá Leeds 2-0 og Brighton sá um að slðá Stoke úr leik.
Bristol City 0 – 3 Manchester City
0-1 Phil Foden(‘7)
0-2 Phil Foden(’74)
0-3 Kevin De Bruyne(’81)
Leicester City 1 – 2 Blackburn
0-1 Tyrhys Dolan(’33)
0-2 Sammie Szmodics(’52)
1-2 Kelechi Iheanacho(’67)
Stoke City 0 – 1 Brighton
0-1 Evan Ferguson(’30)
Fulham 2 – 0 Leeds
1-0 Joao Palhinha(’21)
2-0 Manor Solomon(’56)