Erling Haaland hefur ekki verið samning við skóframleiðanda síðustu mánuði og hefur látið tilboðin koma til sín og skoðað þau.
Haaland hefur skorað 27 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City
Samningur Haaland við Nike rann út í janúar árið 2022 en hann hefur sést í skóm frá Puma og fleiri aðilum á þessu tímabili.
Nú segir Athletic að líklega sé Haaland að skrifa undir nýjan samning við Nike en hann hefur klæðst skóm frá fyrirtækinu á síðustu mánuði.
Segir Athletic að Haaland fái líklega um 20 milljónir punda á ári fyrir að klæðast skóm og fatnaði frá Nike.
Norski framherjinn getur því fengið 3,4 milljarða í sinn vasa fyrir að klæðast Nike skóm, skrifi hann undir.