Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.
Guðlaugur er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi og á sama tíma er dagskrá hans, sem ráðherra og alþingismaður ansi þétt. Hvernig tekst honum að sjá leiki Liverpool?
Í ljósi þessarar spurningar rifjaði Guðlaugur Þór upp eitt atvik fyrr í vikunni.
„Þetta einstaka atvik var þannig að ég hafði lengi ætlað mér að bjóða þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna og borgarfulltrúum heim til mín í mat, það reyndist erfitt að finna tíma en náði þó að festa hann.“
Guðlaugur fattaði hins vegar ekki að Liverpool ætti leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á sama tíma.
„Ég hugsaði bara með mér “Gulli, þú ert fábjáni.“ Ég gat ekki breytt þessu, gat ekki horft á leikinn á skjá á meðan á þessum hittingi stóð.“
Liverpool komst í stöðuna 2-0 snemma leiks.
„Þá hugsaði ég með mér Gulli, þú ert bara engan veginn í lagi‘.“
Real Madrid átti þó eftir að snúa taflinu við og vann að lokum 5-2 sigur.
„Eftir því sem leið á leikinn var nú betra að vera þarna í góðum félagsskap með þessu fólki.“
Nánari umræðu um Guðlaug Þór og Liverpool má sjá hér fyrir neðan: