Gerard Pique, goðsögn Barcelona, hefur vakið athygli eftir ummæli sem hann lét falla í fyrir helgi.
Pique var að streyma í beinni degi eftir leik Manchestrer United og Barcelona í Evrópudeildinni.
Þeir spænsku eru úr leik eftir 2-1 tap en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og var einvígið ansi spennandi.
Pique hefur lagt skóna á hilluna en hann var alls ekki hrifinn af frammistöðu liðsins og lét stór orð falla á streyminu.
,,Þetta var algjört djöfulsins klúður,“ sagði Pique á meðal annars og var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna.
Barcelona hóf tímabilið í Meistaradeildinni en lenti í þriðja sæti þar og er nú úr leik í Evrópudeildinni.