Marca á Spáni greinir nú frá því að Al-Nassr í Sádí Arabíu sé að horfa til stjarna sem eiga að styðja við Cristiano Ronaldo.
Ronaldo er aðalmaðurinn hjá Al-Nassr og skoraði þrennu í fyrri hálfleik í gær í öruggum útisigri í deild.
Samkvæmt Marca eru tveir fyrrum liðsfélagar Ronaldo á óskalista Al-Nassr en þeir eru báðir komnir á aldur.
Sergio Ramos er einn af þeim og spilar með Paris Saint-Germain og hinn er Luka Modric, leikmaður Real Madrid.
Ronaldo spilaði lengi með báðum leikmönnunum hjá Real áður en hann gekk í raðir Juventus og svo Manchester United.
Báðir leikmennirnir verða samningslausir í sumar og virðist möguleikinn svo sannarlega vera til staðar.