Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, myndi frekar leita til Ítalíu en að semja við Harry Kane.
Man Utd mun kaupa framherja næsta sumar og er Kane, stjarna Tottenham, orðuð við félagið.
Einnig er framherjinn Victor Osimhen orðaður við liðið en hann hefur verið magnaður fyrir Napoli í vetur.
Ef Ferdinand fengi að ráða myndi hann semja við Osimhen en myndi einnig skoða það að kaupa þá báða.
,,Ef ég væri að passa upp á peninginn þá myndi ég frekar velja Osimhen,“ sagði Ferdinand.
,,Það er möguleiki á að selja hann aftur, hann er 24 ára gamall. Ég myndi taka báða ef ég á að vera hreinskilinn.“
,,Ef Manchester United getur bætt við sig þessum leikmönnum þá eru þeir í titilbaráttu.“