Paul Merson, sparkspekingur og fyrrum enskur landsliðsmaður, hefur skotið föstum skotum á stjórn Chelsea og kaup liðsins undanfarið.
Chelsea keypti marga leikmenn í janúarglugganum og þar á meðal Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk, Noni Madueke og Benoit Badiashile.
Madueke og Mudryk spila í framlínunni en Merson er á því máli að Chelsea sé nú þegar með betri leikmenn þar og hafi eytt upphæðum í ekkert í glugganum.
Mudryk kostðaði 88 milljónir frá Shakhtar Donetsk en hefur ekki sannað sig hingað til.
,,Þeir keyptu Mykhailo Mudryk fyrir 88 milljónir punda og hann kemur við sögu í 20 mínútur og hefur sýnt ekkert, þá meina ég ekkert,“ sagði Merson.
,,Þessir leikmenn eru ekki betri en þeir voru nú þegar með, hver er tilgangurinn? Þú getur ekki sagt mér að Noni Madueke sé betri leikmaður en Raheem Sterling eða Christian Pulisic.“
,,Af hverju ertu að kaupa fullt af leikmönnum sem eru ekki betri en það sem þú ert með fyrir utan Enzo Fernandez og hafsentinn [Benoit Badiashile].