Stuðningsmenn Newcastle sem og fleiri hafa látið í sér heyra eftir hegðun fyrrum sóknarmannsins Nile Ranger.
Ranger var á sínum tíma undrabarn Newcastle og lék 51 deildarleik frá 2009 til 2013.
Hegðun Ranger utan vallar var hins vegar aldrei boðleg og var hann nokkrum sinnum handtekinn.
Í dag er Ranger 31 árs gamall og var síðast hjá Boreham Wood í utandeildinni en spilaði ekki leik.
Englendingurinn er augljóslega að reyna að græða peninga í dag og reynir að selja 100 miða á úrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram á sunnudag.
Ranger vill fá tæplega 400 þúsund krónur fyrir hvern miða og hefur fengið mikið skítkast vegna þess.
Margir stuðningsmenn vilja komast á þennan leik á Wembley en fáir geta borgað þá upphæð sem Ranger vill fá.
I wouldn’t ever normally do something like this but I have reported Nile Ranger directly to Club Wembley.
It’s disgusting to see a former Newcastle United with a history of online banking fraud trying to profit off the fans 😡#NUFC pic.twitter.com/FEqPO8zde5
— Adam Pearson (YT) ⚫️⚪️ (@AdamP1242) February 23, 2023