Bournemouth 1 – 4 Manchester City
0-1 Julian Alvarez(’15)
0-2 Erling Haland(’29)
0-3 Phil Foden(’45)
0-4 Chris Mepham(’51,sjálfsmark)
1-4 Jefferson Lerma(’83)
Manchester City var í engum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Bournemouth.
Man City þurfti sigur til að halda í við topplið Arsenal sem vann Leicester fyrr í dag, 1-0.
Erling Haaland var á meðal markaskorara Man City sem var með 3-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn.
Fjórða markið var svo sjálfsmark Chris Mepham og lagaði Jefferson Lerma svo stöðuna fyrir gestina í 4-1 sigri þeirra bláklæddu.