Phil Neville þjálfari Inter Miami hefur staðfest að félagið sé nú að reyna að klófesta Lionel Messi.
David Beckham eigandi Inter Miami á sér þann draum að fá einn besta knattspyrnumann sögunnar til Miami í sumar.
Samningur Messi við PSG er á enda í sumar en óvíst er hvaða skref þessi magnaði leikmaður tekur á ferli sínum.
„Ég get ekki setið hér og neitað fyrir að að við séum að reyna að fá Lionel Messi og Sergio Busquets,“ segir Neville.
„Við viljum fá bestu leikmenn í heimi til félagsins. Þeir tveir eru það og hafa verið síðustu ár, þeir eru magnaðir leikmaður sem myndu henta þessu félagi. Þetta væri leikbreytir fyrir MLS deildina.“
„Frá því að ég tók við liðinu hafa Sergio Ramos, Dani Alves, Robert Lewandowski, Willian, Cesc Fàbregas og Luis Suarez verið orðaðir við okkur en það hefur ekkert gerst.“