Dregið var í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar nú rétt í þessu. Juventus sem komst áfram í gær fær Freiburg frá Þýskalandi í næstu umferð.
Arsenal ferðast til Portúgals og mætir þar Sporting í einvígi sem lærisveinar Mikel Arteta ættu að klára.
Manchester United sem vann Barcelona í gær í 24 liða úrslitum heldur aftur til Spánar og mætir nú Real Betis.
Drátturinn:
FC Union Berlin – Union Saint-Gilloise
Sevilla – Fenerbache
Juventus – Freiburg
Bayer Leverkusen – Fenencvaros
Sporting – Arsenal
Manchester United – Real Betis
Roma – Real Sociedad
Shaktar – Feyenoord