Hugsanlegar treyjur Arsenal á næstu leiktíð hafa lekið á netið og fá vægast sagt hræðileg viðbrögð frá stuðningsmönnum félagsins.
Adidas mun áfram halda að framleiða treyjur liðsins en hugsanlegir búningar falla ekki vel í kramið.
„Í guðs bænum ekki vera satt,“ skrifar einn stuðningsmaður Arsenal.
Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en eins og önnur lið í deildinni þá koma nýjar treyjur fyrir hvert einasta tímabil.
Treyjurnar má sjá hér að neðan.