fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Matti Villa kom Víkingum á bragðið gegn Fram – Valur hafði betur gegn Vestra

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 20:56

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Bikarmeistarar Víkinga unnu góðan sigur á Fram og á Hlíðarenda höfðu Valsarar betur gegn Lengjudeildarliði Vestra.

Það var Matthías Vilhjálmsson sem kom Víkingum yfir gegn Fram með marki á 16.mínútu leiksins.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 32. mínútu þegar að Daninn Nikolaj Hansen tvöfaldaði forystu Víkinga og kom þeim í stöðuna 2-0.

Þetta reyndust hálfleikstölur í leiknum.

Víkingar bættu síðan við einu marki í seinni hálfleik og fóru að lokum með 3-0 sigur af hólmi heim í Víkina.

Víkingar sitja á toppi þriðja riðils í A-deild Lengjubikarsins eftir þrjá leiki.

Framarar eru í 3. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

V-in mættust

Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti Vestra. Valsmenn fóru með 3-0 sigur í þeim leik og komu tvö fyrstu mörkin skömmu fyrir hálfleik.

Valsmenn sitja í efsta sæti í fyrsta riðli A-deildar eftir fyrstu þrjá leiki sína með fullt hús stiga.

Vestramenn eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Í gær

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Í gær

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki