Knattspyrnulýsandinn vinsæli John Motson er látinn, 77 ára að aldri.
Motson var afar vinsæll í sínu starfi. Hann lýsti til að mynda yfir tvö þúsund leikjum fyrir BBC á sínum tíma.
Motson varð einnig vinsæll fyrir að tala inn á lýsingar í tölvuleikjum, eins og í hinum geysivinsæla FIFA-leik.
Hann lætur eftir sig eiginkonu til 43 ára, Anne, og soninn Frederick sem fæddist árið 1986.