Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Zalgiris í Litháen.
Hinn 28 ára gamli Árni hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Rodez í Frakklandi í sumar.
Árni er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liðinu sumarið 2021.
Á atvinnumannaferlinum hefur Árni leikið í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu, auk Frakklands.
Samkvæmt Transfermarkt er samningur Árna út þetta ár.
Zalgiris er litháískur meistari.