fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hvergerðingar verðlaunaðir fyrir þrautseigju eftir að húsið fauk

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í annað sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Mjög ánægjulegt var að sjá hversu margar flottar tilnefningar bárust í öllum þremur flokkunum í ár og greinilegt að grasrótarstarf í fótbolta er í miklum blóma víðs vegar um land. Það var verðugt verkefni að velja úr og margar tilnefningar komu til greina.

Grasrótarfélag ársins:

Hamar fyrir þrautseigju í starfi yngri flokka við erfiðar aðstæður.

Snemma árs 2022 varð íþróttasamfélagið í Hveragerði fyrir áfalli þegar Hamarshöllin eyðilagðist í óveðri. Þetta hafði augljóslega mikil áhrif á knattspyrnustarfið og félagið stóð frammi fyrir því að hafa enga almennilega aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á vetrardögum og fram að sumri. Mesta áfallið varð hjá ungum knattspyrnuiðkendum sem fram að þessu höfðu ekki þekkt neitt annað en að æfa sína íþrótt inni í Hamarshöllinni sem og á útisvæðum á sumrin.

Aðstandendur deildarinnar þurftu því að finna leiðir til að halda úti æfingum og eins óskertri starfsemi og mögulegt væri, á meðan lausn yrði fundin. Má með sanni segja að þjálfarar og aðstandendur deildarinnar hafi staðið sig með einstakri prýði í erfiðum aðstæðum. Með samtakamætti samfélagsins, annarra deilda í bænum sem og knattspyrnudeilda í nágrannafélögum var unnt að halda úti starfsemi, í breyttri mynd.

Í umsögn sem fylgdi tilnefningunni segir meðal annars: “Eiga allir sem báru þungann af þessari skipulagningu einlægt og innilegt hrós skilið fyrir vinnu sína og baráttu við að halda uppi grasrótarstarfi knattspyrnunnar í bænum eftir þetta mikla áfall.”

Mynd (frá vinstri): Sara Margrét Hammer, Unnar Magnússon og Eydís Valgerður Valgarðsdóttir frá Hamri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Í gær

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina