fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Tveir stórir búnir að afþakka starfið hans Moyes – Benitez bíður á kantinum ef illa fer

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 10:00

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes stjóri West Ham gæti orðið atvinnulaus um helgina ef liðið tapar gegn Nottingham Forest á heimavelli.

Starfið hjá Moyes hefur hangið á bláþræði undanfarnar vikur en nú þegar West Ham er í fallsæti er málið orðið alvarlegt í huga stjórnarmanna West Ham.

Daily Mail segir frá því í dag að Rafa Benitez bíði og vonist eftir því að fá starfið, búið sé að ræða við hann.

Þar segir einnig að Mauricio Pochettino og Thomas Tuchel hafi báðir afþakkað starfið þegar þeir fengu fyrirspurn.

Stuðningsmenn West Ham eru byrjaðir að kalla eftir breytingum og tap gegn nýliðum Nottingham á heimavelli yrði líklega síðasti naglinn í kistu Moyes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður