Liverpool er fyrsta liðið í sögu Meistaradeildar Evrópu til þess að komast tveimur mörkum yfir í leik í keppninni en að enda svo á að tapa honum með þriggja marka mun.
Real Madrid gerði góða ferð til Bítlaborgarinnar Liverpool og bar þar sigurorðið gegn heimamönnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur á Anfield 5-2 sigur Real Madrid.
Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah en svo snerust hlutirnir gegn þeim og leikurinn endaði með 5-2 sigri Real Madrid.
Tölfræðireikningur Opta á samfélagsmiðlinum Twitter bendir á ansi merkilega staðreynd og nýtt met sem nú er í eigu Liverpool.
Félagið er á fyrsta liðið í sögu Meistaradeildar Evrópu sem nær tveggja marka forystu í leik í keppninni en endar svo á að tapa leiknum með þriggja marka mun.
Um fyrri leik Liverpool og Real Madrid var að ræða í 16-liða úrslitum. Seinni leikur liðanna fer fram um miðbik mars.
2-0 – Liverpool are the first team in UEFA Champions League history to take a 2-0 lead but then lose the game by a three-goal margin. Dangerous.
— OptaJoe (@OptaJoe) February 21, 2023