PSG hefur opnað dyrnar fyrir Thomas Tuchel að snúa aftur til félagsins nú rúmum tveimur árum eftir að félagið rak hann úr starfi.
Það eru miklar áhyggjur í París yfir stöðu liðsins en liðið hefur verið að tapa stigum heima fyrir og er í brekku eftir fyrri leikinn gegn Bayern í Meistaradeildinni.
Cristophe Galtier hefur samkvæmt fréttum í Frakklandi aðeins nokkra leiki til að bjarga starfi sínu.
Tuchel var rekinn frá París seint á árinu 2020 og tók svo við Chelsea þar sem hann vann Meistaradeildina. Tuchel var svo rekinn frá Chelsea í haust.
Galtier tók við PSG í sumar en hefur ekki náð að kveikja neistann í stjörnum liðsins en liðið er þó með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar.