Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Roberto Carlos, sem á yfir að skipa glæstum knattspyrnuferli með liðum á borð við Real Madrid og Brasilíska landsliðið, hætti sér út á meðal almennings í Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Það sást til Roberto Carlos á bar í miðborg Liverpool í aðdraganda leiksins og renna myndir, sem birst hafa á samfélagsmiðlum í kjölfarið, stoðum undir þær sögusagnir.
Leikur Liverpool og Real Madrid fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar en á sama tíma eru þetta sömu lið og léku til úrslita í keppninni á síðasta tímabili.
Þeim leik lauk með sigri Real Madrid sem tryggði sér um leið Evrópumeistaratitil félagsliða.
Það að Roberto Carlos hafi hætt sér út á lífið í Liverpoolborg kemur mörgum spánskt fyrir sjónir en sýnir bara svart á hvítu að öllum getur komið saman þegar að knattspyrna á í hlut.
Spotted in Liverpool 👋
Roberto Carlos is in town ahead of Real Madrid’s Champions League game against the Reds.#BBCFootball #UCL pic.twitter.com/p4mMw1Aho1
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 21, 2023