Raine fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United hefur látið áhugasama aðila vita að hætta að ræða málið opinberlega.
Það var lokað fyrir tilboð í Manchester United á föstudag en fjárfestingafélag frá Katar og Sir Jim Ratcliffe einn ríkasti maður Bretlands buðu í félagið.
Viðræður fara nú fram og næsta skref er fyrir aðila að skoða bókhald félagsins til að fá betri innsýn í rekstur félagsins.
Sheikh Jassim fer fyrir hópnum í Katar og hefur hann lofað öllu fögru nái hann að kaupa félagið. Hér eru loforðin fimm sem Jassim hefur gefið.
Endurbyggja völlinn:
Hluti af planinu hjá Sheikh Jassim er að breyta Old Trafford. Upphaflega er völlurinn 112 ára gamall og er kominn tími á endurbætur. Möguleiki er á að bæta núverandi völl eða byggja nýjan við hlið. Sheikh Jassim er klár í að fjármagna slíkt.
Stuðningsmenn í fyrsta sæti:
Jassim hefur lofað því að stuðningsmenn fái meira að segja um hlutina, ein helsta gagnrýnin á Glazer fjölskylduna er að hafa ekki stuðningsmenn með í ráðum og að taka mikla fjármuni úr félaginu.
Skuldlaust félag:
Jassim er með mikla fjármuni á bak við sig og ætlar að gera United skuldlaust félag. Glazer fjölskyldan hefur eignast United félagið með því að skuldsetja það og fengið mikla gagnrýni fyrir það.
Fjárfesta í karla og kvennaliði:
Jassim hefur lofað því að koma með fjármuni í karla og kvennalið félagsins, hann lofar því að koma félaginu í fremstu röð.
Laga æfingasvæðið:
Glazer fjölskyldan hefur tekið peninga úr félaginu og látið annað sitja á hakanum. Æfingasvæði félagsins er orðið lúið og lofar Jassim því að uppfæra það í fremstu röð.