Jurgen Klopp stjóri Liverpool færði stuðningsmönnum félagsins góðar fréttir á blaðamannafundi í dag er varðar heilsu Darwin Nunez.
Framherjinn kraftmikli skoraði í sigri á Newcastle um helgina en fór af velli eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á öxl.
„Hann á alveg möguleika, það er allt sem getur gerst en eina sem við vitum í dag er að þetta er ekki útilokað,“ sagði Klopp.
Darwin og lærisveinar Klopp mæta Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á morgun í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslit.
„Við verðum að sjá hvernig hann nær að eiga við sársaukann og taka ákvörðun.“